Byltuvarnarhópur á Landspítala vekur athygli á byltum og byltuvörnum í vikunni 17. til 21. september 2018. Laugardaginn 22. september er alþjóðlegi byltuvarnardagurinn haldinn víða um heim.
Byltur eru algengustu atvik sjúklinga á sjúkrahúsum en á síðasta ári voru tæplega 1.000 byltur sjúklinga skráðar í atvikaskrá Landspítala. Rannsóknir sýna að um 5-6% bylta sjúklinga á sjúkrahúsum leiða til alvarlegra áverka. Engin ein auðveld leið er talin fær til að koma í veg fyrir byltur hjá sjúklingum en mikilvægt að allar heilbrigðisstéttir vinni saman að margþátta lausnum. Byltuvarnir teljast viðfangsefni sem þurfi stöðugt að vinna að.
Árið 2007 voru birtar klínískar leiðbeiningar um að fyrirbyggja byltur á sjúkrahúsum. Frá 2017 hefur verið starfandi þverfaglegur byltuvarnarhópur á Landspítala sem m.a. lagði nýlega fyrir framkvæmdastjórn spítalans áætlun um frekari aðgerðir til að fyrirbyggja byltur sjúklinga. Þær aðgerðir felast meðal annars í því að ráða verkefnastjóra til að sinna byltuvörnum, að vinna markvisst að endurbótum á húsnæði til að losna við slysagildrur og að innleiða kerfisbundið öryggisinnlit til sjúklinga í byltuhættu.
Fræðslufundur hjúkrunarráðs 19. september um byltuvarnir