„Sleep - the new health frontier“ er yfirheiti fyrirlesturs á vegum svefndeildar Landspítala og læknadeildar Háskóla Íslands föstudaginn 21. september 2018, kl. 18:00-19:00 á Hótel Natura, í lok ráðstefnu um svefn og heilsufar. Fjallað verður um nýjustu rannsóknir á svefni og áhrif hans á heilsu.
Fyrirlesari er Allan I. Pack, prófessor við PENN háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Hann veitir þar forstöðu stofnun á sviði svefn- og dægursveiflurannsókna. Allan I. Pack er frumkvöðull á sviði svefnrannsókna, hefur hlotið alþjóðlega virðingu fyrir rannsóknir sínar og fjölda viðurkenninga. Hann hefur í tæpa tvo áratugi verið náinn samstarfsaðili Landspítala og Háskóla Íslands um fjölmargar vísindarannsóknir sem tengjast eðli og afleiðingum svefnháðra öndunartruflana, einkum kæfisvefns.
Fundarstjóri er Engilbert Sigurðsson prófessor, deildarforseti læknadeildar Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er opinn almenningi. Hann verður fluttur á ensku. Aðgangur er ókeypis.
Leit
Loka