Ágústa Hjördís Kristinsdóttir herfur verið ráðin sérfræðingur í hjúkrun á flæðisviði Landspítala.
Ágústa Hjördís lauk BSc. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands 2004, meistaranámi í Critical Care and Trauma Nursing frá University of California í San Francisco 2008, diplóma í þróunarfræði frá Háskóla Íslands (HÍ) 2017 og er nú að ljúka meistaranámi í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ. Hún hlaut sérfræðiviðurkenningu í bráðahjúkrun árið 2011.
Ágústa Hjördís hefur starfað við hjúkrun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, bráðamóttöku og hjartagátt Landspítala á árunum 2003-2015.
Hún var sendifulltrúi norska Rauða krossins á bráðadeildum tjaldsjúkrahúsa í Nepal um þriggja mánaða skeið árið 2015 og í Bangladesh í tvo mánuði 2017. Hún hefur komið að ýmsum umbótaverkefnum í tengslum við störf sín á Landspítala, hafði til dæmis umsjón með innleiðingu og þróun á fimm flokka forgangsröðunarkerfi á bráðamóttöku í Fossvogi. Hún hefur verið stundakennari við hjúkrunarfræðideild HÍ frá 2008, tekið þátt í rannsóknum og birt ritrýndar greinar. Ágústa Hjördís hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna í tengslum við sitt sérsvið. Hún var formaður fagdeildar bráðahjúkrunarfræðinga 2008-2011 og er í fagdeild sérfræðinga innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.