Móttökukerfi var formlega tekið í notkun á göngudeild geðsviðs á Kleppi 13. september 2018.
Kerfið er til hagræðingar bæði fyrir móttökuritara og skjólstæðinga. Þegar skjólstæðingar mæta skrá þeir sig inn sjálfir með því að slá inn kennitölu og svara spurningum um hvort þeir hafi verið á sjúkrahúsi síðastliðna sex mánuði og hvort þeir hafi ofnæmi. Leiðbeiningar birtast á móttökuskjánum um hvert viðkomandi á að fara, þ.e. á biðstofuna. Skjólstæðingur merkist sjálfkrafa mættur í Sögu hjá þeim sem hann á bókaðan tíma hjá.
Mynd: Hildur Guðrún Elíasdóttir, verkefnastjóri á geðsviði, Hulda Guðmundsdóttir verkfræðingur og verkefnastjóri á HUT og Birna Óskarsdóttir, aðstoðardeildarstjóri á göngudeild geðsviðs á Kleppi.