Tilkynning:
Landspítali sinnir frá 1. september 2018 allri sérhæfðri líknarheimaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu HERA (Heima-Eftirlit-Ráðgjöf-Aðstoð) - sérhæfð líknarheimaþjónusta. Nöfnin Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta og Heimahlynning hafa verið lögð niður en starfsemin er að öðru leyti óbreytt.
Umsókn um þjónustu er send rafrænt í Sögu eins og áður - beiðni um rannsókn / meðferð. Fyrstu tvo mánuðina er gert ráð fyrir að erfitt verði að anna eftirspurn vegna nýrra skjólstæðinga en stefnt er að því starfsemin verði komin í fullan rekstur í nóvember 2018.
Skrifstofa HERU er í Kópavogi, sími 543 6360.
Ásdís Ingvarsdóttir, deildarstjóri HERU- sérhæfðrar líknarheimaþjónustu Landspítala
Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar og HERU- sérhæfðrar líknarheimaþjónustu Landspítala