Kæra samstarfsfólk!
Talsverð umræða hefur verið síðustu vikur, og raunar misseri, um skipulag heilbrigðisþjónustu og þjónustuform. Í skýrslu McKinsey, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítala, frá árinu 2016 sem gerð var að beiðni fjárlaganefndar Alþingis, segir m.a. að heildarstefnu innan heilbrigðiskerfisins til að stýra veitingu þjónustunnar virðist skorta og að „ýmis starfsemi hefur færst á einkastofur, einnig á sviðum þar sem ávinningur væri af samþættri þjónustu háskólasjúkrahúss“. Þessi staða er afleiðing þess að ekki hefur verið horft til heildarmyndarinnar við skipulagningu þjónustunnar heldur hefur of oft verið gripið til þeirra úrræða sem hendi eru næst svo úr hefur orðið nokkuð götóttur bútasaumur. Ég fagna því þeirri heildstæðu vinnu sem nú fer fram í velferðaráðuneytinu til undirbúnings framlagningu heilbrigðisstefnu, sem gert er ráð fyrir um áramót. Það er stuttur tími.
Umræðan nú hefur sprottið af umfjöllun um skort á á þjónustu við tiltekna sjúklingahópa, einkum taugasjúklinga og hvaða leiðir eru heppilegastar til að bregðast við þeirri stöðu. Mikilvægt er að horfa til þess að þróun þjónustu við þá sem glíma við langvinna sjúkdóma, t.d. taugasjúkdóma, hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Flestir þurfa þegar fram í sækir á mörgum þjónustuþáttum að halda og að auðvelt sé að nálgast hana, hvar á landinu sem það er. Landspítali hefur aukið þjónustuna umtalsvert og veitir fjölbreytta og þverfaglega þjónustu, eins og meðferð þessara hópa kallar sérstaklega á og veitir sömuleiðis ráðgjöf til heilbrigðisstofnana, heilsugæslunnar og öldrunarþjónustunnar um landið. Þann þátt þarf sérstaklega að efla og unnið er að því nú.
Samhliða þessari umræðu hefur enn komið upp sá misskilningur, síðast í Kastljósi á miðvikudagskvöld, að ekki liggi fyrir kostnaðargreiningar á starfsemi Landspítala né mælingar á afköstum. Þessu fer fjarri. Fáar, ef nokkur íslensk stofnun er jafn rækilega kostnaðargreind eða gefur jafn greinargóðar og reglulegar upplýsingar um starfsemi sína og Landspítali. Auk þess að reglulega eru birtar starfsemisupplýsingar á vef spítalans þar sem unnt er að fylgjast með afköstum og kostnaði í rekstri spítalans, er skemmst að minnast áðurnefndrar McKinsey-skýrslu sem velferðarráðuneytið bað um í kjölfar beiðnar frá fjárlaganefnd Alþingis. Í skýrslunni eru afköst Landspítala og hagkvæmni í rekstri borin saman við sambærileg sjúkrahús erlendis (en miklu eðlilegra er að bera saman sjúkrahús innbyrðis en t.d heilsugæslu og sjúkrahús, eða einkastofur og sjúkrahús, enda verkefnin að verulegu leyti önnur). Niðurstaða McKinseyskýrslunnar er afgerandi sú að afköstin eru miklu meiri á Landspítala heldur en á samanburðarsjúkrahúsunum og kostnaðarhagkvæmni einnig. Það er afar mikilvægt að í þessari umræðu sé staðreyndum til haga haldið og þeir sem að henni koma leiti sér viðeigandi upplýsinga.
Í gær var legudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) opnuð á ný eftir svo gagngerar endurbætur að segja má að húsnæðið hafi verið endurbyggt. Endurbótum á dagdeild verður svo lokið á haustmánuðum. Það er léttir að þessum framkvæmdum er að ljúka. Ástand húsnæðisins var orðið svo slæmt að heilsuspillandi var fyrir sjúklinga og starfsfólk og bregðast varð við. Í þá vegferð var farið fyrir rúmu ári og afraksturinn er sá að þessi ómissandi hlekkur í nútíma heilbrigðisþjónustu, barna- og unglingageðdeildin er að fá umgjörð sem sæmir.
Talsverð umræða hefur verið síðustu vikur, og raunar misseri, um skipulag heilbrigðisþjónustu og þjónustuform. Í skýrslu McKinsey, Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítala, frá árinu 2016 sem gerð var að beiðni fjárlaganefndar Alþingis, segir m.a. að heildarstefnu innan heilbrigðiskerfisins til að stýra veitingu þjónustunnar virðist skorta og að „ýmis starfsemi hefur færst á einkastofur, einnig á sviðum þar sem ávinningur væri af samþættri þjónustu háskólasjúkrahúss“. Þessi staða er afleiðing þess að ekki hefur verið horft til heildarmyndarinnar við skipulagningu þjónustunnar heldur hefur of oft verið gripið til þeirra úrræða sem hendi eru næst svo úr hefur orðið nokkuð götóttur bútasaumur. Ég fagna því þeirri heildstæðu vinnu sem nú fer fram í velferðaráðuneytinu til undirbúnings framlagningu heilbrigðisstefnu, sem gert er ráð fyrir um áramót. Það er stuttur tími.
Umræðan nú hefur sprottið af umfjöllun um skort á á þjónustu við tiltekna sjúklingahópa, einkum taugasjúklinga og hvaða leiðir eru heppilegastar til að bregðast við þeirri stöðu. Mikilvægt er að horfa til þess að þróun þjónustu við þá sem glíma við langvinna sjúkdóma, t.d. taugasjúkdóma, hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Flestir þurfa þegar fram í sækir á mörgum þjónustuþáttum að halda og að auðvelt sé að nálgast hana, hvar á landinu sem það er. Landspítali hefur aukið þjónustuna umtalsvert og veitir fjölbreytta og þverfaglega þjónustu, eins og meðferð þessara hópa kallar sérstaklega á og veitir sömuleiðis ráðgjöf til heilbrigðisstofnana, heilsugæslunnar og öldrunarþjónustunnar um landið. Þann þátt þarf sérstaklega að efla og unnið er að því nú.
Samhliða þessari umræðu hefur enn komið upp sá misskilningur, síðast í Kastljósi á miðvikudagskvöld, að ekki liggi fyrir kostnaðargreiningar á starfsemi Landspítala né mælingar á afköstum. Þessu fer fjarri. Fáar, ef nokkur íslensk stofnun er jafn rækilega kostnaðargreind eða gefur jafn greinargóðar og reglulegar upplýsingar um starfsemi sína og Landspítali. Auk þess að reglulega eru birtar starfsemisupplýsingar á vef spítalans þar sem unnt er að fylgjast með afköstum og kostnaði í rekstri spítalans, er skemmst að minnast áðurnefndrar McKinsey-skýrslu sem velferðarráðuneytið bað um í kjölfar beiðnar frá fjárlaganefnd Alþingis. Í skýrslunni eru afköst Landspítala og hagkvæmni í rekstri borin saman við sambærileg sjúkrahús erlendis (en miklu eðlilegra er að bera saman sjúkrahús innbyrðis en t.d heilsugæslu og sjúkrahús, eða einkastofur og sjúkrahús, enda verkefnin að verulegu leyti önnur). Niðurstaða McKinseyskýrslunnar er afgerandi sú að afköstin eru miklu meiri á Landspítala heldur en á samanburðarsjúkrahúsunum og kostnaðarhagkvæmni einnig. Það er afar mikilvægt að í þessari umræðu sé staðreyndum til haga haldið og þeir sem að henni koma leiti sér viðeigandi upplýsinga.
Í gær var legudeild barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) opnuð á ný eftir svo gagngerar endurbætur að segja má að húsnæðið hafi verið endurbyggt. Endurbótum á dagdeild verður svo lokið á haustmánuðum. Það er léttir að þessum framkvæmdum er að ljúka. Ástand húsnæðisins var orðið svo slæmt að heilsuspillandi var fyrir sjúklinga og starfsfólk og bregðast varð við. Í þá vegferð var farið fyrir rúmu ári og afraksturinn er sá að þessi ómissandi hlekkur í nútíma heilbrigðisþjónustu, barna- og unglingageðdeildin er að fá umgjörð sem sæmir.