Sjúkraþjálfarar um allan heim fagna alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar 8. september ár hvert.
Með þessum degi vilja sjúkraþjálfarar draga athygli að framlagi þeirra til heilsu og vellíðan einstaklinga og þjóða.
Þema dagsins árið 2018 er geðheilsa og samspil andlegrar og líkamlegrar heilsu.
Í tilefni af þessum degi heldur fagráð sjúkraþjálfunar á Landspítala sitt árlega málþing föstudaginn 7. september kl.13:00 -16:00.
Málþingið er ætlað öllum starfsmönnum sjúkraþjálfunar Landspítala og verður í Hringsal.
Leit
Loka