Skurðstofur kvennadeildar og skurðstofur Hringbraut sameinast í eina deild 1. október 2018. Á deildinni verða 13 skurðstofur þar sem fram fara kviðarholsaðgerðir, barna-, þvagfæra-, brjósthols- og augnskurðaðgerðir auk kvenaðgerða og aðgerðir tengdar fæðingarhjálp. Árlega eru þar um 9.000 skurðaðgerðir. Á deildinni koma til með að starfa um 100 starfsmenn, þar á meðal um 60 hjúkrunarfræðingar sem flestir eru sérmenntaðir í skurðhjúkrun, sjúkraliðar, sótthreinsitæknar, sérhæfðir starfsmenn og skrifstofumenn.
Leit
Loka