Starfsmenn Landspítala eru almennt ánægðir með samgöngusamning sem þeim stendur til boða og telja hann hafa góð áhrif á heilsu og líðan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ferðavenjukönnun sem gerð var í apríl 2018. Fram kemur að 7% starfsmanna aka á rafbíl og 27% telja líklegt að á næstu tveimur árum muni þeir aka á rafbíl til og frá vinnu. Frá könnun 2016 hafa vistvænar samgöngur starfsmanna Landspítala ekki aukist, aðeins dregið úr þeim, en þær eru að vetrarlagi 22% og 32% að sumarlagi. Í könnuninni setja starfsmenn fram ýmsar hugmyndir um samgöngumál sem gætu stuðlað enn frekar að vistvænum ferðamáta þeirra á meðal.
Ferðavenjukönnunin var lögð fyrir 1.000 manna úrtak starfsmanna. Svörun var 40%.