Umbótaskóli Landspítala er rekinn af verkefnastofu og samanstendur af nokkrum námskeiðum sem byggja á straumlínustjórnun (Lean). Landspítali beitir straumlínustjórnun til að ná styrkum tökum á stöðugum umbótum, skilvirkum verkferlum og samhæfðu verklagi. Aðferðafræðin er kennd í skólanum. Markmiðið er meðal annars að efla stjórnun breytinga og verkefna, minnka sóun og auka öryggi, jafnt sjúklinga sem starfsfólks.
Viðtal: Gæðastjórarnir og hjúkrunarfræðingarnir Kristrún Þórkelsdóttir og Ólöf Elsa Björnsdóttir ásamt Ídu Brögu Ómarsdóttur yfirsjúkraþjálfara.
Um umbótastarf Landspítala
Leit
Loka