Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti Barnaspítala Hringsins á 50 ára afmælidegi sínum 26. júní 2018 og var vel fagnað þar, meðal annars með glæsilegri afmælistertu. Forsetinn hafði um morguninn gengið á Helgafell fyrir ofan Hafnarfjörð, og sungið "Ég er kominn heim" á Bessastöðum með Fjallabræðrum enda viðeigandi því framundan var leikur Íslands og Króatíu á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Guðni horfði á hluta af leiknum með börnunum og starfsfólki á Barnaspítalanum en hélt svo í Hljómskálagarðinn til að horfa á seinni hálfleikinn með fjölda fólks sem þar var saman kominn. Króataleikurinn tapaðist en það gengur bara betur næst.
Leit
Loka