Reykvíkingur ársins, Bergþór Grétar Böðvarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala og leiðtogi íþróttafélagsins FC Sækó, landaði fyrsta laxinum úr Elliðánum, fimm punda hæng, þegar sumarveiðitímabilið 2018 hófst að morgni 20. júní. FC Sækó eða geðveikur fótbolti er samstarfsverkefni Hlutverkaseturs, Velferðarsviðs Reykjavíkur og geðsviðs Landspítala.
Mynd: Stangveiðifélag Reykjavíkur