Helgi Garðar Garðarsson, barna- og unglingageðlæknir á BUGL, lauk hinn 26. maí 2018 námi í sálkönnun samkvæmt hefð Carl Gustav Jung, þegar hann flutti ágrip af lokaritgerð sinni við Jung Instituttet í Kaupmannahöfn. Heiti verkefnisins er „The plural self. A Jungian understanding of the multiplicity of the human psyche“. Við þetta fékk Helgi aðild að Dansk Selskab For Analytisk Psykologi (DSAP) og um leið aðild að International Association for Analytical Psychology (IAAP), alþjóðasamtökum Jung sálkönnuða.
Leit
Loka