Umönnunarskóli öldrunardeilda útskrifaði 1. júní 2018, öðru sinni. Frá áramótum hefur skólinn verið starfræktur en í honum fær ófaglært starfsfólk tilsögn og fræðslu í grundvallaratriðum umönnunar með það að markmiði að bæta gæði þjónustu við skjólstæðingana og auka ánægju í starfi. Skólinn er hugsaður bæði fyrir reynda og nýbyrjaða starfsmenn. Kennslan er á hendi sjúkraliða af deildum öldrunar og sérfræðinga í hjúkrun.
Nemendur voru núna frá 7 þjóðlöndum. Sumir höfðu starfað hér lengi, í allt að 14 ár, en aðrir aðeins í nokkra mánuði. Kennt var á íslensku en reynt er að styðja á ýmsan hátt við fólk sem glímir við tungumálið. Hópurinn var einstaklega áhugasamur og náði góðum árangir í náminu.
Á myndinni eru 8 af þeim 11 sem útskrifuðust að þessu sinni:
Frá vinstri: Magdalena Szachniewicz, Jaroslav Niemcewicz K2, Adawiya Amping Sandag L2, Ena Dahl B4, Guðný Guðmundsdóttir L2, Sagarika Kanchana Dona Liyange, Vífilsstöðum, Ekaterina Malushkina L2 og Witthaya Sitthi, Vífilsstöðum ásamt Guðrúnu Dóru Guðmannsdóttur skólastjóra.