Sérnám í barna- og unglingageðlækningum var nýlega viðurkennt á barna- og unglingageðdeild Landspítala samkvæmt reglugerð nr. 467/2015 sem fjallar um sérnám lækna.
Þetta gildir bæði um marklýsingu fyrir námið og deildina sem námsstað í samvinnu við geðdeildir og barnadeildir spítalans.
Um fullt sérnám getur verið að ræða. Sem stendur er einn læknir við sérnám á deildinni.
Kennslustjóri sérnámsins er Bertrand Lauth.
Leit
Loka