Kolbrún Kristiansen hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings í hjúkrun aðgerðarsjúklinga á skurðlækningasviði Landspítala.
Kolbrún lauk BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og MS gráðu í hjúkrunarfræði frá sama skóla árið 2013. Kolbrún fékk sérfræðiviðurkenningu í hjúkrun aðgerðarsjúklinga með áherslu á bæklun haustið 2016.
Kolbrún hefur starfað samfellt við hjúkrun frá útskrift, lengst af á bæklunardeildum Landspítala. Hún var aðstoðardeildarstjóri bæklunarskurðdeildar B5 frá 2013 til 2018 og hefur unnið að margs konar þróunar-, gæða- og umbótastarfi innan bæklunar.
Kolbrún hefur sinnt ýmsum fræðslustörfum innan og utan Landspítala. Hún hefur verið stundarkennari við Háskóla Íslands frá árinu 2013 og er sérfræðikennari hjúkrunarnema í klínísku námi. Hún hefur haft umsjón með sérhæfðri sjúklingafræðslu og ritað talsvert af fræðsluefni fyrir sjúklinga og starfsmenn.
Kolbrún er ritari í stjórn fagráðs bæklunarhjúkrunarfræðinga og er virkur þáttandi í öðrum fagráðum og samtökum hérlendis og erlendis sem tengjast hjúkrun bæklunarsjúklinga. Hún hefur tekið þátt í rannsóknarstörfum og sótt fjölda ráðstefna og námskeiða á starfsferlinum.