Tíu einstaklingar og þrír hópar voru heiðraðir á ársfundi Landspítala 2018 í Hörpu 16. maí 2018.
Heiðranirnar byggjast á tilnefningum samstarfsfólks og geta allir starfsmenn tilnefnt einstaklinga eða hópa.
Í ár bárust yfir 300 tilnefningar og fjölgar þeim alltaf ár frá ári. Sumir fengu margar tilnefningar en alls voru hátt í 100 einstaklingar og teymi tilnefnd.
Í valnefnd vegna heiðrana voru Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs, Kristín Jónsdóttir gæðastjóri, Einar Stefán Björnsson, yfirlæknir og prófessor í meltingarlækningum, Vigdís Hallgrímsdóttir, starfandi framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, og María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs. Starfsmaður nefndarinnar var Þórleif Drífa Jónsdóttir.
Við valið á þeim sem eru heiðraðir er sérstaklega horft til þeirra áherslna sem fram koma í stefnu spítalans - öryggismenning, þjónusta, mannauður og stöðugar umbætur - og þeirra gilda sem stofnunin starfar eftir en þau eru umhyggja, fagmennska, öryggi og framþróun.
Einstaklingar
Dóra Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur, blóðlækningadeild, lyflækningasvið,
Hafsteinn Gunnar Karlsson sérhæfður starfsmaður, bráðamóttaka, flæðisvið
Helga Ólafsdóttir skrifstofustjóri, hagdeild, fjármálasvið
Ingibjörg Richter kerfisfræðingur, hugbúnaðarlausnir, rannsóknarsvið
Justyna Lucia Piecha starfsmaður, öldrunarlækningadeild B, Landakoti K2
Louisa Fatkova sótthreinsitæknir, speglun 11D, aðgerðarsvið
Oddur Gunnarsson lögfræðingur, lögfræðideild, skrifstofa forstjóra
Sigríður Guðmundsdóttir skrifstofumaður, háls-, nef- og eyrna, lýta- og æðaskurðdeild, skurðlækningasvið
Sigurður Þórðarson félagsliði, bráðageðdeild, geðsvið
Þórgunnur Hjaltadóttir mannauðsráðgjafi, skrifstofa aðgerðarsviðs
Hópar – Teymi
Innleiðing á ræstingarstaðlinum INSTA 800
Ræstingardeild og sýkingavarnir hafa unnið saman að innleiðingu á norrænum ræstingarstöðlum á Landspítala. Staðlarnir fela meðal annars í sér markviss vinnubrögð við ræstingu með áherslu á smitgátarvinnbrögð, kennslu til ræstingastarfsmanna, kröfur um þekkingu þeirra og mælanlegt eftirlit með ræstingunni.
Árangur verkefnisins eru betri þrif á þeim deildum þar sem staðlarnir hafa verið innleiddir.
- Innleiðing á ræstingarstaðlinum er umbótaverkefni sem hefur leitt af sér ánægju starfsmanna og minni líkur á sýkingum.
Ólöf Másdóttir, verkefnastjóri, gæða- og sýkingavarnardeild
Heiða Steinsson, verkefnastjóri, ræsting
Karólína Guðmundsdóttir deildarstjóri, skrifstofa rekstrarsviðs
Verkefnahópur um nýtt verklag við móttöku og meðferð sjúklinga með brátt heilaslag
(Lyflækningasvið, Flæðisvið, Rannsóknarsvið, Aðgerðasvið)
Tilgangur verkefnisins var að bæta meðferð og horfur sjúklinga með brátt blóðþurrðarslag. Það var gert með því að að búa til alveg nýtt móttökuverklag á Landspítala og þar tók þátt þverfaglegur hópur margra starfstétta frá fjórum sviðum spítalans; aðgerðarsviði, lyflækningasviði, flæðisviði og rannsóknarsviði.
Eftir breytinguna fá þrefalt fleiri sjúklingar segaleysandi opnunarmeðferð en áður og tími frá komu sjúklings á spítalann þar til meðferð hefst hefur stytt meðaltímann úr 81 í 25 mínútur en það er mjög góður árungur í samanburði við nágrannalönd okkar. Þá hefur segabrottnámsmeðferð verið hafin á Landspítala með góðum árangri.
- Með þróun nýs verklags við móttöku og meðferð sjúklinga með brátt heilaslag voru mörkuð tímamót í meðferð sjúklinganna.
Starfsfólk Teigs
Teigur er dagdeild fíknimeðferðar og hluti af fíknigeðdeild spítalans.
Teigur er dagdeild og þar er rekin 5 vikna hugræn atferlismeðferð í hópi fyrir skjólstæðinga með áfengis- og/eða annan vímuefnavanda auk geðræns vanda. Teymið skipa tveir áfengisráðgjafar með áratuga reynslu og fjórir sálfræðingar, en að meðferðinni koma einnig læknar og hjúkrunarfræðingar fíknigeðdeildar.
- Teymið á Teigi er þverfaglegt og þroskað teymi ólíkra starfsstétta sem hefur skjólstæðinginn ávallt í fyrirrúmi
Sálfræðingar:
Ástdís Þorsteinsdóttir
Lárus Valur Kristjánsson
Hjördís Unnur Másdóttir
Hjördís Björg Tryggvadóttir, teymisstjóri
Sigurlaug Lilja Jónasdóttir
Ráðgjafar:
Lára Sif Lárusdóttir
Pétur Jóhannes Guðlaugsson