Rannsóknarkjarni Landspítala býður frá og með 9. maí 2018 mælingu á prokalcitóníni í plasma/sermi. Hægt er að panta rannsóknina „akút“.
Kalsítónín er hormón sem gegnir hlutverki við stjórn á kalsíumbúskap. Prokalsítónín (PTC) er óvirkt forstig hormónsins og er styrkur þess mjög lágur hjá heilbrigðum. Við alvarlegar sýkingar og bólgusjúkdóma geta bólguboðefni valdið því að PCT fer að myndast í öðrum vefjum líkamans og styrkur þess í blóði hækkar. Við bráðar og alvarlegar bakteríusýkingar, svo sem við sepsis og lungnabólgu, eykst myndun og losun PCT út í blóðtil muna. Styrkur hækkar innan 2-4 stunda og nær háum gildum innan 8-24 stunda. Helmingunartími PCT í blóði er 24 tímar.
Hægt er að panta rannsóknina í Heilsugátt undir hnappnum > Hormón > PCT.
Nánari upplýsingar um mælinguna er að finna í þjónustuhandbók rannsóknarsviðs á vef Landspítala