Draga má verulega úr fjölmörgum fylgikvillum krabbameina og meðferða með endurhæfingu sem hjálpa einstaklingum að takast betur á við daglegt líf, stunda atvinnu og búa við betri lífsgæði.
Þetta kom fram á málþinginu „Endurhæfing alla leið“ sem fram fór fyrir fullum Hátíðasal Háskóla Íslands 3. maí 2018. Skorað var á heilbrigðisyfirvöld að leggja fram stefnumótun og fjármagnaða aðgerðaráætlun varðandi endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein á Íslandi.
Endurhæfingarteymi fyrir krabbameinsgreinda á Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Ljósið, Kraftur, Heilsustofnun NLFÍ og Reykjalundur stóðu saman að málþinginu um endurhæfingu, stöðu og stefnu.