Áshildur Kristjánsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings í skurðhjúkrun á aðgerðasviði.
Áshildur lauk hjúkrunarprófi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1983 og sérskipulögðu BS námi í hjúkrunarfræðum frá Háskóla Íslands 1997. Hún lauk diplómanámi í skurðhjúkrun frá HÍ 2005 og meistaraprófi í hjúkrunarfræði frá HÍ 2009. Áshildur fékk sérfræðiviðurkenningu í skurðhjúkrun 2015.
Áshildur hefur starfað samfellt við hjúkrun frá útskrift á hinum ýmsu deildum innan og utan Landspítala en hefur starfað á skurðstofum frá 2001. Hún var teymisleiðtogi á skurðstofu H árin 2006-2013, aðstoðardeildarstjóri á bráðamóttöku við Hringbraut 1995-1998 og hjúkrunarforstjóri á Egilsstöðum 1988-1989. Hún hefur komið að gerð gæðaskjala og tekið þátt í úrvinnslu gæðakönnunar meðal skurðsjúklinga eftir hjartaaðgerðir. Frá 2017 hefur hún tekið þátt í að þróa hermikennslu í skurðhjúkrun fyrir diplómanema í skurðhjúkrun og fyrir starfsfólk að skurðstofum.
Áshildur er aðjúnkt við HÍ frá 2015 og hefur haft umsjón með námi í skurðhjúkrun og kennt nemum á skurðstofum. Auk þess hefur hún haldið fyrirlestra hjá fagdeild skurðhjúkrunarfræðinga. Hún hefur ávallt verið virk í endur- og símenntun og sótt fjölda ráðstefna og námskeiða á starfsferlinum. Hún sat í stjórn fagdeildar skurðhjúkrunarfræðinga, verið í faghópi um skurðhjúkrun á Landspítala og í vísindanefnd þriðju ráðstefnu Norna sem eru norræn samtök skurðhjúkrunarfræðinga.