Eitt hundrað og tuttugu fæðingarlæknar með undirsérgreinarnar fósturgreiningu og meðgöngusjúkdóma eru á fundi hér á landi dagana 3. og 4. maí 2018. Einnig sækja fundinn ljósmæður frá mæðravernd og fósturgreiningardeild Landspítala auk íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setti fundinn.
Meðal gesta á fundinum er Jo-Ann Johnson sem er vestur-íslenskur læknir frá Calgary og talaði á fundinum um skimun fyrir meðgöngueitrun og mögulega meðferð til að draga úr líkum á snemmkominni meðgöngueitrun.
Á fundinum voru Reynir Tómas Geirsson, prof. emeritus, og María Jóna Hreinsdóttir ljósmóðir heiðruð fyrir frumkvöðlastarf sitt á sviði fósturgreiningar en þau voru í framlínunni í árdaga ómskoðana á meðgöngu.
Dagskrá Nordic Network of Fetal Medicine (NNFM)