„Landspítali í vörn og sókn“ er yfirskrift ársfundar Landspítala 2018 sem verður miðvikudaginn 16. maí kl. 14:00 til 16:00.
Fundurinn er öllum opinn.
Hann verður haldinn í Silfurbergi, ráðstefnusal Hörpu.
Heilbrigðisráðherra ávarpar fundinn.
Forstjóri og framkvæmdastjóri fjármálasviðs fara yfir rekstur spítalans og valda hápunkta í starfseminni.
Nýr samskiptasáttmáli Landspítala kynntur.
Heiðranir starfsfólks.
Sérstök umfjöllun um heiðursvísindamann spítalans í ár.
Niðurlag fundarins verður helgað uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Verkefnið verður meðal annars kynnt með viðtölum við fjölmargt starfsfólk um framtíðarsýn þess hvað snertir einstaka þætti starfseminnar í nýbyggingum spítalans. Sýnd verða myndskeið, teikningar, þrívíddarlíkön og tölfræði.