Viðbragðsáætlun Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna skertrar þjónustu við sængurkonur og nýbura - í gildi frá 27. apríl 2018
Ljósmæður sem áður voru á samningi við Sjúkratryggingar Íslands munu að svo komnu máli ekki sinna heimaþjónustu við konur og nýbura. Það skapar mikinn vanda sem erfitt er að leysa. Brugðist verður við vandanum með eftirtöldum hætti:
1. Konum á meðgöngu- og sængurlegudeild og á öðrum deildum kvennadeildar verður forgangsraðað eftir bráðleika.
2. Mæður hafi samband við sína heilsugæslustöð eftir útskrift af Landspítala.
3. Ef upp kemur heilsufarsvandi hjá móður eftir útskrift af Landspítala þá leiti hún til vaktþjónustu heilsugæslunnar.
4. Nýburar munu koma þriggja daga gamlir á göngudeild Barnaspítala Hringsins. Sett verður upp móttaka með nýburalækni, ljósmóður, sjúkraliða og lífeindafræðingi. Nýburar verða skoðaðir, vigtaðir, metnir m.t.t. gulu, dregið blóð í nýburaskimun (PKU próf) og metið hvernig brjóstagjöf gengur. Barnið verður einnig heyrnarmælt. Ef talin er þörf á endurkomu nýbura kemur barnið einnig í skoðun fimm daga gamalt. Móttakan verður til staðar alla virka daga og um helgar.
5. Ung- og smábarnavernd heilsugæslunnar tekur við eftirliti nýbura eftir útskrift af Landspítala sem miðast við 4-6 daga frá fæðingu.