Heilbrigðistækidagurinn 2018 verður fimmtudaginn 26. apríl í Háskólanum í Reykjavík. Yfirskriftin er „Heimkynni hugsunar og drauma. Framfarir í heila og taugarannsóknum.“ Fyrir heilbrigðistæknideginum standa Heilbrigðistæknifélag Íslands, Landspítali og Háskólinn í Reykjavík.
Í fyrri hluta dagskrár kynna nemendur verkefni sín á 6 mínútum með fyrirlestri og glærum. Þeir eru einnig með veggspjöld til kynningar á verkefnum í glerrými Sólarinnar.
Þá er hlé, bornar fram veitingar, veggspjöld kynnt og sýning á búnaði.
Í seinni hluta eru þrír fyrirlestrar og ein kynning (demó) á EEG búnaði og nýrri tæki til að taka upp með þurrum rafskautum..