Unnur G. Guðmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri öldrunarlækningadeildar K1 á Landspítala Landakoti sem er sjö daga deild þar fer fram greining, meðferð og endurhæfing aldraðra.
Unnur lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1995 og námi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2005. Hún hefur stundað meistaranám í mannauðsstjórnun við sama skóla og er að vinna að meistararannsókn. Unnur lauk námi í markþjálfun (Executive Coaching) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og mun ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu í maí 2018.
Unnur hefur starfað á hinum ýmsu deildum Landspítala frá útskrift. Lengst af í hlutastarfi á bráðamóttöku í Fossvogi og er núna starfandi á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi. Hún var framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sólvangi í Hafnarfirði á árunum 2015 til 2017, deildarstjóri hjúkrunardeildar á Hrafnistu í Reykjavík frá 2009 til 2013 og hefur unnið við hjúkrun í Danmörku og hjá hjúkrunarþjónustunni Liðsinni. Á árunum 2003-2012 sá hún um rekstur, innkaup og mannauðsmál í eigin fyrirtæki.
Unnur hefur komið að þróunarvinnu á Hrafnistu svo sem gerð gæðaskjala og verklagsreglna m.a. vegna viðbragða við lyfjamistökum, mannauðsstefnu, starfsþróunarstefnu. Hún hefur komið að kennslumálum, var gæða- og fræðslustjóri á Hrafnistu í Reykjavík 2013 til 2015. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna í hjúkrun og gæðum heilbrigðisþjónustu.
Unnur lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1995 og námi í stjórnun og rekstri í heilbrigðisþjónustu frá Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2005. Hún hefur stundað meistaranám í mannauðsstjórnun við sama skóla og er að vinna að meistararannsókn. Unnur lauk námi í markþjálfun (Executive Coaching) frá Háskólanum í Reykjavík árið 2016 og mun ljúka diplómanámi í opinberri stjórnsýslu í maí 2018.
Unnur hefur starfað á hinum ýmsu deildum Landspítala frá útskrift. Lengst af í hlutastarfi á bráðamóttöku í Fossvogi og er núna starfandi á bráðaöldrunarlækningadeild B4 í Fossvogi. Hún var framkvæmdastjóri hjúkrunar á Sólvangi í Hafnarfirði á árunum 2015 til 2017, deildarstjóri hjúkrunardeildar á Hrafnistu í Reykjavík frá 2009 til 2013 og hefur unnið við hjúkrun í Danmörku og hjá hjúkrunarþjónustunni Liðsinni. Á árunum 2003-2012 sá hún um rekstur, innkaup og mannauðsmál í eigin fyrirtæki.
Unnur hefur komið að þróunarvinnu á Hrafnistu svo sem gerð gæðaskjala og verklagsreglna m.a. vegna viðbragða við lyfjamistökum, mannauðsstefnu, starfsþróunarstefnu. Hún hefur komið að kennslumálum, var gæða- og fræðslustjóri á Hrafnistu í Reykjavík 2013 til 2015. Hún hefur sótt fjölda námskeiða og ráðstefna í hjúkrun og gæðum heilbrigðisþjónustu.