Starfsfólki sem lét af störfum á Landspítala árið 2017 vegna aldurs var haldið hóf 5. apríl 2018. Það hefur lengi verið árlegur viðburður á spítalanum að þakka starfsfólkinu á þennan hátt og stendur mannauðssvið fyrir honum. Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri sviðsins stýrði athöfninni, Páll Matthíasson forstjóri flutti ávarp og Guðrún Gunnarsdóttir söng og Ásgeir Ásgeirsson lék á gítar. Starfsfólkið fékk bók að gjöf, Litbrigði húsanna - sögu minjaverndar og endurgerðra bygginga um allt land, eftir Guðjón Fririksson.
Um 100 manns mættu í matsalinn á Landspítala Hringbraut, bæði fólk sem nú er hætt störfum og samstarfsfólk þess.