Umönnunarskóli öldrunardeilda útskrifaði fyrsta námshóp sinn 19. mars 2018. Í honum fær ófaglært starfsfólk tilsögn og fræðslu í grundvallaratriðum umönnunar.
Á öldrunardeildum er talsvert af ófaglærðu fólki í umönnun, bæði sem hefur reynslu og lika nýtt starfsfólk. Frá áramótum hefur verið starfræktur fyrir það svokallaður "Umönnunarskóli öldrunardeilda" með að markmiði að minnka tíma sem það þarf í tilsögn í önn dagsins á deild og bæta gæði þjónustu við skjólstæðinga. Nemendur fengu í lokin skírteini til staðfestingar þátttöku. Þetta fyrirkomulag þótti takast vel og er búið að ákveða að efna til nýs námskeiðs á vormánuðum.
Sjúkraliðar af ýmsum deildum og sérfræðingar í hjúkrun unnu námsefnið saman. Dæmigerð kennslustund samanstóð af stuttri fræðslu um efnið í upphafi, sýnikennslu og verklegum æfingum. Kennt var í 10 skipti , tvær klukkustundir í senn..
Dæmi um námsefni: Að mata sjúkling, umbúnaður og aðhlynning í rúmi, skráning og sýkingavarnir.
Sjö einstaklingar voru í fyrsta útskriftarhópnum Myndin er af fjórum þeirra og skólastjórnendum: Arna R. Arnarsdóttir, Vífilsstöðum, Halldór Leifsson, öldrunarlækningadeild L2, Vilhjálmur Gunnarsson, Vífilsstöðum og Geow Bensow Sangthong, öldrunarlækningadeild K2 ásamt Guðrúnu Dóru Guðmannsdóttur RN, CNS, skólastjóra skólans, og Ingibjörgu Hjaltadóttur RN, CNS, PhD aðstoðarskólastjóra.