Landspítali er aðalsjúkrahús landsins og eina háskólasjúkrahúsið. Landspítali veitir sérhæfða sjúkrahúsþjónustu fyrir alla landsmenn og almenna sjúkrahúsþjónustu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Landspítali hefur það þríþætta hlutverk að veita heilbrigðisþjónustu, skapa nýja þekkingu með rannsóknum og kenna og þjálfa fólk til starfa. Hjá Landspítala eru sjúklingurinn og öryggi hans og gæði þjónustu ávallt í öndvegi. Landspítali nýtir gagnreynda þekkingu á þjónustu, stjórnun og menntun. Þar er markvisst unnið að nýsköpun og þróun nýrrar þekkingar til að auka virði þjónustunnar.
Að gefnu tilefni áréttar Landspítali að ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum, en sjúklingnum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Hið sama gera nær allir spítalar á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna slökun, jóga og íþróttir. Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum.
Að gefnu tilefni áréttar Landspítali að ekki eru stundaðar óhefðbundnar lækningar á spítalanum, en sjúklingnum á mörgum deildum er þó boðið upp á fjölbreytilega viðbótarmeðferð, sem nytsama og skaðlausa aukameðferð til hliðar við gagnreynda meðferð. Hið sama gera nær allir spítalar á heimsvísu. Þar má til dæmis nefna slökun, jóga og íþróttir. Eins og nafnið gefur til kynna er um viðbótarmeðferð að ræða, ekki meginmeðferð, né fá sjúklingar einungis þess háttar meðferð á Landspítala. Gagnreynd meðferð byggir á aðferðum, sem sýnt hefur verið fram á að skila árangri, enda byggja þær á faglegum vísindarannsóknum.