Gunnar Auðólfsson hefur verið ráðinn yfirlæknir lýtaskurðlækninga á Landspítala frá 1.febrúar 2018 til næstu 5 ára.
Gunnar útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1994. Hann stundaði framhaldsnám í lýtaskurðlækningum í Uppsala í Svíþjóð frá 1999-2003. Gunnar stundaði einnig framhaldnám í Bandaríkjunum við University of Pittsburgh, MD Anderson Cancer Center, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center og Canniesburn Plastic Surgery Unit í Skotlandi.
Á árunum 2003-2004 starfaði Gunnar sem sérfræðilæknir í lýtaskurðlækningum við Háskólasjúkrahúsið í Malmö í Svíþjóð, Rigshospitalet í Kaupmannahöfn og sem yfirlæknir við Rikshospitalet í Osló í Noregi árin 2004-2008. Á árunum 2007 -2016 starfaði Gunnar einnig um tíma á eigin læknastofu í Reykjavík og seinni árin í Noregi.
Gunnar hefur starfað sem sérfræðingur í lýtaskurðlækningum á Landspítala frá árinu 2007 og haft forystu um þróun þverfaglegrar þjónustu fyrir börn með skarð í vör og gómi. Hann hefur leyst af sem yfirlæknir lýtaskurðlækninga á Landspítala með reglubundnum hætti síðastliðin ár.