Hin árlega Rannsóknarráðstefna námslækna í framhaldsnámi í lyflækningum var haldin föstudaginn 23. febrúar 2018 á Nauthól.
Allir námslæknar í skipulögðu framhaldsnámi á Landspítala eru með rannsóknarverkefni og kynna þau á ráðstefnunni sem má því kallast uppskeruhátíð.
Gerður var góður rómur að flutningi námslæknanna á erindum sín og miðað við fjölda verkefna þykir mega vænta góðra tíðinda af vísindavinnu þeirra. Á eftir fylgdu umræður um verkefnin.
Þetta árið hélt Björn Guðbjörnsson, prófessor í gigtlækningum, heiðursfyrirlesturinn í lok ráðstefnunnar og Einar S. Björnsson, prófessor í lyflæknisfræði, hvatningarorð í upphafi dags. Uppskerunni var síðan fagnað með samveru að ráðstefnunni lokinni. Aðsókn að ráðstefnunni af sérfræðilæknum og fleiri vísindamönnum er enn að aukast sem hvetur verulega unga vísindafólkið. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, klínískur prófessor og umsjónarmaður vísindaverkefna námslækna á lyflækningasviði, sá um skipulagningu ráðstefnunnar eins og síðastliðin ár. Ráðstefnan var styrkt af Vistor.