Fulltrúar ÍsAm (Íslensk ameríska) afhentu Lífi styrktarfélagi þann 15. febrúar 2018 ágóða af söfnun sem fyrirtækið stóð fyrir með því að láta 250 krónur af hverjum seldum Pampers bleiupakka í nóvember á síðasta ári renna til styrktar Lífi. Féð verður nýtt til að endurnýja alla hægindastóla inn á fæðingarherbergjum fæðingavaktarinnar sem á eftir að koma sér vel fyrir fæðandi konur og aðstandendur þeirra.
Pampers vill láta gott af sér leiða og vera til staðar í lífi hvers barns. Með styrknum vill Pampers leggja sitt af mörkum til að bæta aðbúnað nýfæddra barna, mæðra og fjölskyldna þeirra. Á heimsvísu er Pampers styrktaraðili UNICEF og hefur um árabil látið mikið fé renna til þeirra mikilvægu samtaka.
Líf styrktarfélag hefur þann tilgang að bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma.