Lára Björgvinsdóttir, yfirlæknir 33C, hefur verið ráðin yfirlæknir móttökugeðdeildar geðsviðs Landspítala frá 1. janúar 2018 til næstu 5 ára.
Lára útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands 1996. Hún var kandidat á Landspítala 1996-1997, deildarlæknir á móttökugeðdeild 1997-1998 og sérfræðingur í geðlækningum á móttökugeðdeild 32C á Landspítala frá 2003-2006. Hefur unnið á endurhæfingargeðdeildum geðsviðs 2006-2016. Hún hefur haldið utan um fræðslu fyrir lækna á geðsviði undanfarin 10 ár og verið teymisstjóri í endurhæfingargeðteymi göngudeildar endurhæfingardeildar Landspítala Kleppi.
Lára var í sérnámi í Björgvin í Noregi 1998-2002. Hún lauk enn fremur tveggja ára námi í samtalsmeðferð við geðrofssjúkdómum. Var sérfræðingur í geðlækningum á móttökugeðdeild með sérhæfingu innan lyndisraskana í Björgvin 2002-2003. Hún hefur einnig lokið tveggja ára sérnámi í hugrænni atferlismeðferð. Lára hefur einnig tekið þátt í kennslu læknanema og kennt hluta úr námskeiði í geðhjúkrunarfræði.