Ína Rós Jóhannesdóttir geðhjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri móttökugeðdeildar geðsviðs frá 1. janúar 2018 til næstu 5 ára.
Ína Rós útskrifaðist með BSc-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1998. Frá útskrift hefur hún unnið við geðhjúkrun á Landspítala. Ína hefur unnið sem hjúkrunarfræðingur á móttökugeðdeild 33C sem dagskrárstjóri á dagdeild átröskunarteymis auk þess sem hún sá um málastjórn þar. Hún lauk diplómanámi í geðhjúkrun frá Háskóla Íslands 2006 og diplómanámi í atferlismeðferð árið 2007. Undanfarið hefur Ína Rós verið deildarstjóri á móttökugeðdeild 32A.