Starfsfólk Landspítala er vinsamlegast beðið um að taka tillits til veðurfars og aðstæðna til aksturs í dag, sbr. fréttir á öllum miðlum. Áríðandi er að tryggja mönnun á deildum og því er starfsfólk beðið um að fara ekki úr húsi fyrr en næsta vakt er örugglega komin.
Mjög erfiðlega gengur að komast til og frá byggingum Landspítala í augnablikinu og mikilvægt að starfsfólk á leið til og frá vinnu hugi að aðstæðum, bæði á deildum og úti í umferðinni. Sem stendur eru til dæmis nokkrar lykilumferðaræðar lokaðar, margar íbúðagötur tepptar og óljóst hvort tekst að halda stofnbrautum opnum.
Samkvæmt veðurspá á versta veðrið að ganga niður á næstu tveimur tímum og stöðugt er unnið að snjómokstri. Hvetjum starfsfólk til að fylgjast vel með þróun mála á vefmiðlum. Björgunarsveitir og lögregla munu aðstoða í neyðartilvikum.