Blóðbankinn opnar nýja blóðsöfnun í verslunarmiðstöðinni Glerártorgi 8. febrúar 2018. Opnunarhátíð verður þann dag kl.16:00-18:00.
Blóðsöfnun Blóðbankans á Akureyri hefur um langt árabil verið í húsnæði Sjúkrahússins á Akureyri, þar í kjallara tengt rannsóknardeild. Hún verður framvegis á 2. hæð á Glerártorgi milli læknastofanna og tannlæknastofanna. Öll aðstaða eins og best verður á kosið og aðgengi afar gott.
Til að mæta þörfum blóðgjafa enn frekar verður framvegis opið fyrir blóðsöfnun til kl. 18:30 á fimmtudögum.
Dagskrá á Glerártorgi 8. febrúar
16:00 TónlistAnna Garðarsdóttir fiðluleikari
Þorbjörg Edda Björnsdóttir söngkona
16:30 Ávarp
Alma D. Möller, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landspítala
Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans
16:50 Velunnarar heiðraðir
Lionsklúbburinn Hængur
Hollvinasamtök Sjúkrahússin á Akureyri
Kælismiðjan Frost
Bakaríið við Brúna
17:00 Uppboð! Tryggvi Gunnarsson blóðgjafi stýrir
Boðnir verða upp gömlu blóðsöfnunarbekkirnir. Bekkirnir munu sóma sér vel í hvaða stofu sem er enda um sannkallaða antík að ræða og leitun að betri legubekkjum.
Margir hafa borið víurnar í stólana í gegnum tíðina
17:15 Magni Ásgeirsson syngur nokkur lög
Veitingar, hoppukastali, blöðrur og fleira.