„Ónæmiskerfið virkjað í baráttu gegn krabbameini: Ný líftæknilyf og nanótækni“ Þetta er yfirskrift alþjóðlega málþings á nanó krabbameinsdeginum 2. febrúar 2018.
Málþingið verður í Hringsal á Landspítala Hringbraut milli klukkan 10:00 og 11:20. Fundarstjóri er Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, prófessor í Háskólanum í Reykjavík og forstöðumaður í Blóðbankanum.