Lilja Þyri Björnsdóttir hefur verið endurráðin yfirlæknir æðaskurðlækninga á Landspítala frá 1.febrúar 2018 til næstu 5 ára.
Lilja Þyri útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hún stundaði framhaldsnám í almennum skurðlækningum og æðaskurðlækningum við University of Iowa Hospitals and Clinics í Bandaríkjunum frá árinu 2000 til 2007. Frá 1 október 2013 hefur Lilja Þyri gengt stöðu aðjúnkts í handlæknisfræði við Háskóla Íslands. Lilja Þyri starfaði sem sérfræðingur á Landspítala á árunum 2007 til 2010. Síðastliðin 7 ár hefur hún starfað sem yfirlæknir æðaskurðlækninga á Landspítala .
Í lok árs 2017 var gerð úttekt á starfi æðaskurðdeildar á vegum Embættis landlæknis. Niðurstaða þess var jákvæð og staðfesti gott starf og árangur sem hefur náðst undir forystu yfirlæknis og hjúkrunardeildarstjóra og þeirra teymi.