Hópur ungmenna frá nemendaráði Álftanesskóla kom nú í janúar 2018 á barna- og unglingadeild Landspítala, BUGL, með 70 þúsund krónur til styrktar starfseminni. Styrkurinn kom til vegna kærleiksverkefnis nemendafélagsins þar sem nemendur kynna sér málefni að sínu vali og halda svo kynningu innan skólans.
Á kynningunni leita nemendurnir eftir frjálsum framlögum til styrktar því málefni sem að kynnt er og var starfsemi BUGL fyrir valinu þetta árið.