Föstudaginn 12. janúar boðuðu Persónuvernd og Landspítali til málþings í Hringsal spítalans þar sem fjallað var um nýjar reglur um persónuvernd og víðtæk áhrif þeirra á íslenska heilbrigðisgeirann. Hér að neðan má finna tengla á einstök erindi þingsins, auk spurninga sem bornar voru upp í lok þess.
Þess má geta að um það bil 200 manns mættu á málþingið, auk þess sem yfir 3.000 manns fylgdust með því í beinni útsendingu hérna á Facebook. Einnig voru fyrirlestrarnir teknir upp. Öllu saman var síðan jafnóðum deilt á samskiptamiðlinum Workplace á Landspítala, sem var tekinn í notkun í lok síðasta árs.
Málþing Persónuverndar og Landspítala - Áhrif nýrrar löggjafar
- Fundurinn í heild sinni (2 klst.)
- Inngangserindi um áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar - Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
- Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á heilbrigðisgeirann - Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd
- Söfnun heilsufarsupplýsinga í þágu vísindarannsókna á heilbrigðissviði - Þórður Sveinsson skrifstofustjóri lögfræðisviðs Persónuverndar
- Raunhæf ráð við innleiðingu almennu persónuverndarreglugerðarinnar - Hörður Helgi Helgason, lögfræðingur hjá Landslögum
- Nokkrar spurningar eftir erindin á málþinginu "Íslenskur heilbrigðisgeiri og persónuvernd"
- Fyrirlestrar eru einnig hér á PDF-sniði í skýjalausn Google Drive