„Lengi býr að fyrstu gerð“ var yfirskrift árlegrar ráðstefnu sem barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) stóð fyrir 12. janúar 2018. Ráðstefnan var sú tíunda í röðinni og var húsfyllir á Grand hótel Reykjavík.
Áhrif áfalla og erfiðleika í æsku geta haft áhrif á líf einstaklinga á fullorðinsárum. Mikilvægt þykir að takast á við vandamálin strax áður en þau valda sjúkdómum á fullorðinsárum. Fram kom hjá fyrirlesurum að nauðsynlegt væri að samþætta kerfi félags- og heilbrigðisþjónustu, þ.e. þjónustu heilsugæslu, barnavernd, félagsþjónustu og sjúkrahús.
Viðmælendur í myndskeiði: Linda Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala og Margréti Ólafía Tómasdóttir, læknir hjá Heilsugæslu Efstaleitis og lektor við Háskóla Íslands.