„Heilbrigðisgeirinn og persónuvernd - áhrif nýrrar löggjafar“ er yfirskrift málþings sem Persónuvernd og Landspítali boða til í Hringsal á Landspítala Hringbraut föstudaginn 12. janúar 2018, kl. 14:00-16:00.
Málþingið er ætlað öllum hagsmunaaðilum í íslenskum heilbrigðisgeira.
Fjallað verður um nýjar reglur um persónuvernd og áhrif þeirra á íslenskan heilbrigðisgeira. Á málþinginu verður ítarlega fjallað um nýja Evrópulöggjöf um persónuvernd og áhrif hennar á heilbrigðisgeirann auk þess sem farið verður yfir þær reglur sem gilda um vinnslu persónuupplýsinga í vísinda- og rannsóknarstarfi. Auk þess mun Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum, kynna raunhæf ráð um innleiðingu nýrrar persónuverndarreglugerðar.
Framsögumenn verða Vigdís Eva Líndal og Þórður Sveinsson, skrifstofustjórar hjá Persónuvernd.
Bein útsending smellið hér >>