Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ávarpar ráðstefnuna í byrjun en í kjölfarið fylgja fjölmargir fyrirlestrar. Markmið BUGL með árlegum ráðstefnum af þessu tagi er að efla samvinnu milli þeirra aðila í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu sem sinna þjónustu fyrir börn og unglinga með geðraskanir. Auk þess er markmiðið að vekja athygli á rannsóknum og nýjum úrræðum í meðferð barna og unglinga með geðraskanir.