Ingileif Jónsdóttir er handhafi heiðursverðlauna Vísindasjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti henni verðlaunin 28. desember við athöfn í Þjóðminjasafninu.
Ingileif er prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu og starfar á ónæmisfræðideild Landspítala. Hún hefur meðal annars stýrt bóluefnarannsóknum við ónæmisfræðideildina frá árinu 1997
Heiðursverðlaun Ásu Wright eru veitt íslenskum vísindamanni sem náð hefur framúrskarandi árangri á sínu sérsviði í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi.