Stöðuskýrsla í plastbarkamálinu.
Rannsóknarnefnd sem forstjóri Landspítala og rektor Háskóla Íslands skipuðu til að rannsaka "plastbarkamálið" svokallaða skilaði skýrslu sinn þann 6. nóvember 2017.
Í skýrslunni, sem er ítarleg og umfangsmikil, eru tilmæli og ábendingar sem Landspítali hefur tekið til umfjöllunar.
Fyrir hönd Landspítala hafa þau Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, og Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra, haldið utan um málið og hafa nú skilað forstjóra stöðuskýrslu.