Frá ónæmisfræðideild Landspítala:
Ónæmisfræðideildin hefur sent sýni til mælinga á thyroid stimulating hormone receptor mótefnum (TRAb) erlendis. Þetta próf er aðallega notað við greiningu á Graves sjúkdómi (autoimmune hyperthyroidism) en hefur einnig verið notað við uppvinnslu á öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. Við höfum ákveðið að taka upp EliA aðferð við mælingar á þessum mótefnum og gera hér heima. Mótefnavakinn í þessu prófi er manna recombinant TSH-R (thyroid stimulating hormone receptor, TSH-R, TRAb). Þetta er sami mótefnavaki og er notaður í BRAHMS TRAK human test frá Thermo Fisher Scientific.
Þetta mun hafa í för með sér að ný viðmiðunargildi verða tekin í notkun samhliða þessari breytingu. Ný viðmiðunargildi fyrir TSH receptor mótefnamælingu: Neikvætt <2,9 IU/l Jaðargildi 2,9-3,3 IU/l Jákvætt >3,3 IU/l Ef nýtt sýni sjúklings mælt með nýju EliA aðferðinni ber ekki saman við fyrri mælingar mun sýnið þar á undan (ef það er ennþá til) verða mælt með nýju aðferðinni og sú rannsóknarniðurstaða einnig gefin út.
Sjúklingar sem hafa verið í reglulegu eftirliti og mælst með hækkuð thyroid receptor mótefnagildi munu einnig fá þessa auka mælingu á síðasta sýni. Mælingar verða gerðar 1-2 í viku. Verð fyrir TSH receptor mótefnamælingu mun haldast óbreytt. Við vonum að þessi breyting muni ekki valda miklum óþægindum og ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við sérfræðinga ónæmisfræðideildarinnar.
Björn Rúnar Lúðvíksson yfirlæknir
Anna Guðrún Viðarsdóttir yfirlífeindafræðingur