Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og nemar á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6 á Landspítala Fossvogi taka þátt í herminámi á sínum eigin vettvangi.
Líkt er eftir tilfelli með hermisjúklingi en þetta er liður í því að æfa vinnubrögð og samskipti og þannig stuðla að góðri liðsheild með sjúklinginn í öndvegi.
Viðmælendur:
Steinunn Arna Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun
Bergrún Sigríður Benediktsdóttir aðstoðardeildarstjóri