Samvera á aðventu fyrir syrgjendur verður haldin í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 7. desember 2017. Hún hefst kl. 20:00. Að samverunni standa Landspítali, Þjóðkirkjan, Ný dögun - Samtök um sorg og sorgarviðbrögð og Ljónshjarta. Samveran er öllum opin.
Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Samveran er sérstaklega hugsuð til að styðja fólk í þessum aðstæðum.
Sérstök minningarstund verður í samverunni þar sem fólki gefst tækifæri til að tendra ljós og minnast þannig látinna ástvina.
Samveran er túlkuð á táknmáli.
Boðið verður upp á léttar veitingar að samveru lokinni.
Dagskrá
JólasálmarHamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur
Hugvekja - sr. Sigríður Kristín Helgadóttir
Ritningarlestur - Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson leiðir samveruna