Í tilefni þess að 1. desember 2017 var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í knattpyrnu í Rússlandi ákvað landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson, einn af höfundum „Beint í mark“, að senda krökkum sem dvelja á Barnaspítala Hringsins fótboltaspilið að gjöf. Krakkarnir fengu nokkur eintök af Beint í mark en þar á meðal var eitt áritað af Jóhanni, Gylfa Þór Sigurðssyni og Aroni Einari Gunnarssyni.
Spurningaspilið Beint í mark er styrkleikaskipt sem auðveldar öllum að spila með, sérfræðingum jafnt sem öðrum.
Tæplega þrjú þúsund spurningar eru í spilinu og er þeim skipt í fimm flokka.
Spurningunum er síðan skipt upp í þrjá styrkleikaflokka og því eiga allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, ungir sem aldnir.
Ef mikill getumunur er á keppendum er auðvelt að breyta stigagjöfinni og jafna leikinn. Sá sem er fróðari um fótbolta er látinn svara spurningum úr flokki tvö eða þrjú á meðan aðrir sem minna vita svara spurningum úr auðveldasta flokknum, flokki 1. Allir fá 1 stig fyrir rétt svar.
Leit
Loka