Landspítali býður erlendum starfsmönnum sínum að sækja námskeið í íslensku. Fjögur slík hafa verið í boði á haustmisseri 2017.
"Það er gríðarlega mikilvægt að erlendir starfsmenn læri íslensku sem fyrst því það er öryggisatriði að við getum talað sama málið bæði starfsmenn og sjúklingar," segir Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs.
Í myndskeiðinu er talað við hana og Mary Grace hjúkrunarfræðing. Hún er frá Filippseyjum og vinnur á gjörgæslunni á Landspítala Hringbraut.