Frá rannsóknarkjarna um nýja rannsókn:
Mykófenólsýra (mycophenolic Acid, MPA) er virka formið af lyfinu mýkófenólat mófetili (Mycophenolat Mofetil, CellCept®, Myfenax®) en það er notað til ónæmisbælingar eftir líffæraflutninga og við suma sjálfsónæmissjúkdóma. Mæling á MPA í sermi hjá sjúklingum er talin geta gefið betri klínískan árangur og dregið úr aukaverkunum þess. Lyfið er oft gefið með calcíneurin hemlum (cyklósporín, takrólímus) eða mTor hemlum (sírólimus, everolimus).
Rannsóknin er gerð tvisvar í viku. Helstu ábendingar eru eftirfylgni sjúklinga sem fá lyfið MMF (Mycophenolat Mofetil, CellCept®, Myfenax®).
Frekari upplýsingar er að finna í þjónustuhandbók rannsókna.
Ísleifur Ólafsson læknir
Helga Björg Stefánsdóttir lífeindafræðingur
Anna S Sigurðardóttir lífeindafræðingur
Margrét Andrésdóttir læknir